Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 06. janúar 2021 09:28
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Klopp gæti verið að reyna að hafa áhrif á dómara
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, telur að ummæli Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, séu möguleg tilraun til að hafa áhrif á dómara fyrir toppslag liðanna um þarnæstu helgi.

Klopp var mjög ósáttur við að fá ekki vítaspyrnu í 1-0 tapinu gegn Southampton í vikunni.

„Ég heyri að Manchester United hafi fengið fleiri víti síðustu tvö ár en ég hef fengið á fimm og hálfu ári. Ég veit ekki hvort það sé mín sök eða hvernig það getur gerst. Það er samt engin afsökun fyrir frammistöðunni. Við getum ekki breytt þessu og verðum að virða ákvarðanirnar," sagði Klopp eftir leikinn á mánudag.

Solskjær var spurður út í ummælin á fréttamannafundi og byrjaði á að vísa í fræga ræðu Rafael Benitez, þáverandi stjóra Liverpool, þegar hann talaði um staðreyndir í tengslum við erkifjendurna í Manchester United árið 2009.

„Það er staðreynd. Líklega. Það er líka svarið mitt. Það er staðreynd að við höfum fengið fleiri en þeir," sagði Solskjær.

„Ég tel ekki hversu margar vítaspyrnur við fáum og ef þeir eyða tíma í að hafa áhyggjur af því hversu oft er brotið á okkur í teignum....þá eyði ég ekki tíma í það."

„Ég get ekki talað fyrir hönd annarra stjóra af hverju þeir segja svona hluti. Mér fannst þetta virka í undanúrslitum enska bikarsins á síðasta tímabili því Frank (Lampard) talaði um þetta og við áttum að fá klára vítaspyrnu en fengum ekki."

„Kannski er þetta leið til að hafa áhrif á dómarana (hjá Klopp). Ég veit það ekki. Ég hef ekki áhyggjur af því. Þegar þeir brjóta á okkar leikmanni þá er það vítaspyrna ef það er inn í vítateig."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner