Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. janúar 2022 15:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólafur Aron leggur skóna á hilluna
Marki fagnað
Marki fagnað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Greint var frá því á Akureyri.net fyrr í þessari viku að Ólafur Aron Pétursson væri búinn að leggja skóna á hilluna.

Aron sagði við Skapta Hallgrímsson að hann útiloki ekki algjörlega að sækja skóna upp á hillu kvikni neistinn á ný, en hann sé að minnsta kostinn farinn í langt og gott frí!

Aron, sem er 26 ára gamall, lék með Þór tímabilin 2020-2021 en hann er uppalinn hjá KA og hefur einnig leikið með Magna á sínum ferli.

„Það er ekki miklu við þetta að bæta. Ég var að mæta á æfingar af því ég þurfti að mæta á æfingar frekar en að langa mæta á æfingar. Ég upplifði þessa tilfinningu eftir tímabilið og íhugaði alveg að hætta þá, " sagði Aron við Fótbolta.net í gær.

Aron lék með KA í æfingaleikjum fyrir jól en sagði við Fótbolta.net að hann hefði ekki fundið neistann aftur. „Það var gaman að mæta með gömlu vinunum í KA í vetur, þekki alla strákana þar en neistinn að vilja vera í fótbolta kveiknaði ekki," bætti Aron við.
Athugasemdir
banner
banner