Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. janúar 2022 21:24
Brynjar Ingi Erluson
„Svekkjandi að hafa ekki fengið að spila meira með honum"
Ágúst Eðvald Hlynsson
Ágúst Eðvald Hlynsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Horsens í Danmörku, er svekktur yfir því að hafa ekki fengið að spila meira með Aroni Sigurðarsyni hjá liðinu en hann er á því að þeir hefðu náð að tengja mikið saman á velli.

Ágúst kom til Horsens frá Víkingi R. í október árið 2020 en hefur aðeins spilað tólf deildarleiki á tveimur tímabilum sínum með liðinu.

Hann fékk aðeins 108 mínútur í dönsku B-deildinni á nýafstöðnu tímabili. Horsens fékk annan íslenskan leikmann, Aron Sigurðarson, til félagsins frá Union Saint Gilloise í ágúst á síðasta ári, en þeir tveir náðu vel saman utan vallar og var það því mikið svekkelsi að geta ekki fengið tækifærið að færa þá tengingu inn á völlinn.

„Hann hefur verið þrusuflottur og frá fyrsta degi höfum við þvílíkt klikkað saman "off the field". Svekkjandi að hafa ekki fengið að spila meira með honum á vellinum því ég held við yrðum geðveikt góðir saman," sagði Ágúst um Aron.

„Hann er drullugóður. Hann hefur verið að leggja upp og skora upp á síðkastið. Hann færir liðinu gæði og getur alltaf fundið hann í lappir og heldur boltanum vel. Mjög góður kantari," sagði hann í lokin.
Staða Ágústs ekki nógu góð - Færir sig líklega til í Skandinavíu
Athugasemdir
banner
banner
banner