Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fös 06. janúar 2023 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Calvert-Lewin hvíldur og Gordon að jafna sig af veikindum
Mynd: EPA

Það vekur athygli að Dominic Calvert-Lewin og Anthony Gordon eru á varamannabekk Everton í kvöld.


Calvert-Lewin hefur verið að koma hægt og rólega inn í liðið eftir meiðsli og ákvað Lampard að hvíla hann í kvöld. Þá hefur Gordon verið veikur undanfarið og misst af síðustu tveimur leikjum.

Frank Lampard stjóri Everton sagði frá því að Calvert-Lewin hafi verið ansi þreyttur eftir tap liðsins gegn Brighton í vikunni en Gordon sé að jafna sig og kemst á bekkinn í kvöld.

Lampard er undir mikilli pressu eftir slæmt gengi að undanförnu og gæti verið að stýra sínum síðasta leik í kvöld.


Athugasemdir
banner