
Glódís Perla Viggósdóttir var fótboltakona ársins á Íslandi í fyrra og þá lenti hún í öðru sæti í valinu á Íþróttamanni ársins.
Glódís átti stórkostlegt ár, bæði með íslenska landsliðinu og þýska stórveldinu Bayern München..
Glódís átti stórkostlegt ár, bæði með íslenska landsliðinu og þýska stórveldinu Bayern München..
Sjá einnig:
„Það var ein kona sem rústaði þessari kosningu"
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilar með Glódísi bæði hjá Bayern og landsliðinu, en hún var spurð út í miðvörðinn öfluga í viðtali sem var tekið í gær.
„Ég og Gló eru mjög nánar og höfum myndað rosalega gott vinasamband síðustu ár," segir Karólína.
„Ég er rosalega stolt af henni, en þetta kemur mér ekkert á óvart. Hún er mögnuð íþróttakona og ég er rosalega stolt af henni."
Athugasemdir