fös 30. desember 2022 10:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það var ein kona sem rústaði þessari kosningu"
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra Sigurðardóttir og Dagný Brynjarsdóttir.
Sandra Sigurðardóttir og Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Bayern München, endaði í öðru sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins í gærkvöldi.

Glódís átti stórkostlegt ár þar sem hún var frábær með bæði landsliði og félagsliði sínu.

Ásamt því að vera í öðru sæti í valinu á Íþróttamanni ársins, þá er hún einnig fótboltakona ársins hjá Heimavellinum en tilkynnt var um valið í hlaðvarpsþætti í gær.

„Það var ein kona sem rústaði þessari kosningu," sagði Mist Rúnarsdóttir í þættinum. Helena Ólafsdóttir, fyrrum landsliðsþjálfari, talaði vel um Glódísi.

„Hún er ekki bara best hér heima, hún er orðin ein sú besta í heiminum," sagði Helena.

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, var jafnframt spurð út í Glódísi í viðtali í gær. „Glódís gæti valið hvaða lið sem hún vill í dag," sagði Elísabet.

„Ástæðan er sú að hún er með allan heildarpakkann. Hún er enn á frábærum aldri en hún hefur hraða, frábæra útsjónarsemi og er stórkostleg með boltann. Hún getur valið hvort hún spili boltanum í einhverja holu eða negli honum 70 metra. Það eru ekki margir miðverðir með þessa hæfileika í dag. Við að fara til Þýskalands er hún orðin mun agaðari."

„Þegar hún var í Rosengård fannst mér hún lenda í veseni einn á einn á miðsvæðinu, í svona 'transition' augnablikum. Hún er orðin svo miklu betri í þessu. Hún er ekki komin á sinn toppstað, hún á eftir að fara eitthvað miklu lengra," sagði Elísabet og bætti við: „Svo má ekki gleyma því að hún er með leiðtogahæfileika og jákvætt hugarfar. Ég þekki Glódísi ekkert persónulega en ég hef spilað við hana mörgum sinnum... hún er með svo mörg vopn í búri sínu og það er skemmtilegt verkefni fyrir Steina (landsliðsþjálfara) að byggja í kringum hana."

Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru jafnar í þriðja til fjórða sæti í kosningu Heimavallarins. Þá var markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir í öðru sæti en hún átti stórkostlegt ár.
Elísabet leyfir smábænum að dreyma - Hvað tekur svo næst við?
Heimavöllurinn: Áramótabomban 2022
Athugasemdir
banner
banner
banner