Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 06. febrúar 2021 18:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörmungarvika fyrir Jan Bednarek
Jan Bednarek.
Jan Bednarek.
Mynd: Getty Images
Þessi vika hefur í raun verið algjör martröð fyrir Jan Bednarek, varnarmann Southampton.

Hann átti hörmulegan leik í 9-0 tapinu gegn Manchester United síðastliðið þriðjudagskvöld. Hann varð þar fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að vera rekinn af velli, fá dæmda á sig vítaspyrnu og skora sjálfsmark í sama leiknum.

Þrenna hjá honum en þetta er þrenna sem engum fótboltamanni girnist.

Bednarek slapp við að fara í leikbann þar sem Southampton áfrýjaða rauða spjaldinu sem hann fékk gegn United.

Hann gat því spilað gegn Newcastle í dag. Þar átti hann ekki sérstakan dag þar sem hann skoraði klaufalegt sjálfsmark í 3-2 tapi.

Ný vika hefst á morgun og Pólverjinn vill örugglega gleyma þessari tilteknu viku sem allra fyrst.

Athugasemdir
banner
banner
banner