Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 06. febrúar 2021 11:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Rúnar Þór: Alltaf gaman að fá áhuga frá svona félögum
Ég vona að ég sé inn í myndinni fyrir lokakeppnina.
Ég vona að ég sé inn í myndinni fyrir lokakeppnina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við byrjuðum strax í nóvember 2019, þegar Siggi Raggi og Eysteinn byrjuðu með liðið saman, að vinna mikið í úthaldi
Við byrjuðum strax í nóvember 2019, þegar Siggi Raggi og Eysteinn byrjuðu með liðið saman, að vinna mikið í úthaldi
Mynd: Keflavík
Rúnar skoraði eitt mark og lagði upp tíu á síðustu leiktíð.
Rúnar skoraði eitt mark og lagði upp tíu á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er auðvitað alltaf pláss til að bæta sig og laga hluti.
Það er auðvitað alltaf pláss til að bæta sig og laga hluti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta er félag sem er á mikilli uppleið
Þetta er félag sem er á mikilli uppleið
Mynd: IK Sirius
Honum brá bara kannski og var smá aumur stuttu eftir
Honum brá bara kannski og var smá aumur stuttu eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, ég er alveg 100% á því. Það eru margir leikmenn búnir að öðlast meiri reynslu og eru tilbúnari í það verkefni."

Hinn 21 árs gamli Rúnar Þór Sigurgeirsson hefur vakið athygli síðustu tvö tímabil með Keflavík í Lengjudeildinni. Hann var einn af lykilmönnum liðsins sem endaði í efsta sæti deildarinnar síðasta sumar og tryggði það liðinu sæti í efstu deild. Fótbolti.net hafði samband við Rúnar í gær og spurði vinstri bakvörðinn út í síðasta tímabil, komandi tíma og áhuga frá öðrum félögum.

Þú varst á bekknum í úrvalsliðinu 2019 og kominn í liðið 2020. Er þetta mikil viðurkenning að fulltrúar í deildinni kjósi þig í lið ársins?

„Auðvitað er það mikil viðurkenning að vera valinn í úrvalslið. En það er auðveldara að standa sig vel með góða leikmenn og þjálfara í kringum sig," sagði Rúnar.

Hver var lykillinn að góðu gengi Keflavíkur í fyrra? Gunnar Þorsteins sagði að síðasta ár hafi ekki farið vel í Grindavík, einhverra hluta vegna. Hann kom inn á að það hafi litið út fyrir að Keflavík hefði náð að nýta sér covid-hléin og náð að þétta raðirnar. Upplifðir þú þetta þannig?

„Við byrjuðum strax í nóvember 2019, þegar Siggi Raggi og Eysteinn byrjuðu með liðið saman, að vinna mikið í úthaldi og ég held að það hafi verið meginmunurinn á okkur og flestum öðrum liðum í deildinni. Við fengum líka stíft prógram í fyrstu bylgjunni og unnum þá enn meira í því að komast í enn betra form. Ég held að flestir ef ekki allir hafi lagt harðar að sér í covid til þess að vera tilbúnir í erfitt tímabil."

Hvað kom þér mest á óvart í Lengjudeildinni í fyrra?

„Það kom mér á óvart hversu margir góðir leikmenn eru að spila í deildinni. Ég held að það eigi eftir að verða fleiri og fleiri lið í Maxinu sem munu sækja leikmenn í 1. deildina á komandi árum."

Ertu fullkomlega sáttur með þína frammistöðu á síðasta tímabili?

„Já, þokkalega. En það er auðvitað alltaf pláss til að bæta sig og laga hluti."

Spennandi að bæta í leikjafjöldann í efstu deild?
Rúnar kom við sögu í fjórum leikjum þegar Keflavík var í efstu deild 2018.

„Já, það er mjög spennandi."

Er Keflavík betur í stakk búið til að tækla efstu deild heldur en 2018?
Keflvíkingar enduðu í neðsta sæti með einungis fjögur stig það sumarið.

„Já, ég er alveg 100% á því. Það eru margir leikmenn búnir að öðlast meiri reynslu og eru tilbúnari í það verkefni. Svo eru yngri leikmenn að koma manni á óvart á æfingum þannig ég held að þetta verði mjög spennandi tímabil hjá Keflavík."

U21: Fékkst kallið í hópinn fyrir Svía-leikinn síðasta haust. Kom það á óvart?

„Nei, í rauninni ekki, ég bjóst alveg eins við því."

Mikill heiður að fá kallið?

„Já, mjög svo, en ég var svekktur að vera ekki valinn í hin tvö verkefnin. Ég vona að ég sé inn í myndinni fyrir lokakeppnina."

Ég tek eftir því að þú lékst ekki fyrir unglingalandsliðin, varstu í einhverjum úrtakshópum? Hörð samkeppni í þínum aldursflokki?

„Ég var aðeins tvisvar sinnum valinn í úrtakshópa í U19 en þar voru menn sem voru komnir aðeins lengra en ég. Þeir voru að spila reglulega með meistaraflokki á meðan ég var að spila með 2. flokki."

Að reynsluferðunum, þú fórst á sínum tíma til SönderjyskE og nú á dögunum til Sirius. Varstu nálægt því að semja í Danmörku?

„Nei, ég get ekki sagt það. En þetta var mjög góð reynsla þar sem ég lærði margt sem mun vonandi nýtast mér í framtíðinni."

Hvernig leist þér á aðstæðurnar í Svíþjóð?

„Það er allt mjög flott. Félagið er með nýjan gervigrasvöll þar sem er bæði spilað og æft. Þetta er félag sem er á mikilli uppleið, hefur verið mikið í neðri deildum en er búið að vera síðustu fjögur eða fimm tímabil í efstu deild."

Rúnar kom heim frá Svíþjóð á þriðjudag og var því í sóttkví þegar Keflvíkingar mættu Gróttu í lokaleik sínum í Fótbolta.net mótinu í gær.

Áhugi Vals og FH: Hvernig er að heyra af svona áhuga frá stærstu félögunum á landinu? Mikið hrós á þína frammistöðu?

„Það er alltaf gaman að fá áhuga frá svona félögum. Það sýnir að maður er að gera eitthvað rétt."

Rúnar var einnig spurður hvort einhverjir frá Val eða FH hefðu persónulega sett sig í samband við sig. Rúnar svaraði því neitandi. Hann var orðaður við HK fyrir síðasta tímabil og svaraði hann einnig neitandi þegar hann var spurður hvort hann hefði verið nálægt því að ganga í raðir HK á sínum tíma.

Hin hliðin: Einhver rígur við Reyni Sandgerði?

„Haha nei. Ég er úr Garðinum og var í Víði þegar ég var yngri."

Hvernig tók Kenny í það þegar þú greipst í stellið á honum?

„Við erum góðir félagar, honum brá bara kannski og var smá aumur stuttu eftir," sagði Rúnar léttur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner