Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 06. febrúar 2021 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Talið að Kane gæti snúið aftur á morgun
Tottenham leikur við West Brom í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á morgun.

Tottenham hefur tapað þremur leikjum í röð og þeirra besti leikmaður, Harry Kane, hefur verið að glíma við meiðsli.

Alasdair Gold, sem fjallar um Tottenham fyrir football.london telur að Kane geti komi inn í byrjunarliðið á morgun. Hann segir að Jose Mourinho, stjóri liðsins, hafi gefið það í skyn á blaðamannafundi að Kane væri að verða klár í slaginn.

Gold stillir upp í líklegu byrjunarliði Tottenham fyrir morgundaginn en kollegi hans, Rob Guest, telur að Kane muni byrja á bekknum.

West Brom er í næst neðsta sæti deildarinnar á meðan Tottenham er komið niður í níunda sæti eftir slakt gengi undanfarið.
Athugasemdir
banner
banner