Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
banner
   fim 06. febrúar 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Adeyemi hafnaði Napoli - Áttu ekki efni á Saint-Maximin
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Giovanni Manna yfirmaður fótboltamála hjá Napoli svaraði spurningum í gær þar sem farið var yfir janúargluggann.

Manna var meðal annars spurður út í Karim Adeyemi, sóknarleikmann Borussia Dortmund sem var meðal annars orðaður við Chelsea og Liverpool í glugganum.

„Ég get staðfest að við náðum munnlegu samkomulagi við Dortmund um kaupverð en félagaskiptin fóru ekki í gegn því leikmaðurinn vildi ekki koma til okkar," sagði Manna.

„Ég las svo í blöðunum í dag að hann er búinn að samþykkja að ganga til liðs við annað félag í sumar. Það er flott hjá honum!"

Manna var einnig spurður út í kantmennina knáu Allan Saint-Maximin og Alejandro Garnacho. Eins og áður hefur komið fram þá gat Napoli ekki leyft sér að borga þau laun sem Garnacho vildi fá hjá félaginu og var svipað vandamál með Saint-Maximin.

„Alveg eins og með Alejandro Garnacho þá reyndum við að kaupa Allan Saint-Maximin í glugganum en það tókst ekki. Við gátum ekki mætt kröfunum sem Al-Ahli og Fenerbahce voru með."

Manna staðfesti að lokum nýjan samning við úrúgvæska bakvörðinn Mathías Olivera.

„Við erum búnir að ná samkomulagi við Mathías Olivera. Næst á dagskrá eru samningar við Alex Meret og Frank Zambo Anguissa."
Athugasemdir
banner
banner