Meiðslavandræði Arsenal halda áfram en Gabriel Martinelli þurfti að fara af velli um miðjan fyrri hálfleik í tapinu gegn Newcastle í gær. Hann virtist vera að glíma við meiðsli aftan í læri.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagði eftir leikinn að Martinelli hafi fundið fyrir óþægindum og ekki liðið vel með að spila áfram. Leikmaðurinn fari í myndatöku í dag.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagði eftir leikinn að Martinelli hafi fundið fyrir óþægindum og ekki liðið vel með að spila áfram. Leikmaðurinn fari í myndatöku í dag.
Arsenal er þunnskipað sóknarlega en Bukayo Saka er frá vegna meiðsla aftan í læri og þá mun Gabriel Jesus ekki spila aftur á tímabilinu vegna krossbandameiðsla.
Newcastle fór á kostum, vann leikinn 2-0 í gær og einvígið 4-0. Liðið er komið í úrslitalei deildabikarsins á Wembley og gæti þar bundið enda á 70 ára bið félagsins eftir stórum titli.
Athugasemdir