Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 22:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spænski bikarinn: Ferran Torres fór illa með gömlu félagana
Mynd: EPA
Valencia 0 - 5 Barcelona
0-1 Ferran Torres ('3 )
0-2 Ferran Torres ('17 )
0-3 Fermin Lopez ('23 )
0-4 Ferran Torres ('30 )
0-5 Lamine Yamal ('59 )

Barcelona er síðasta liðið sem tryggði sér sæti í undanúrslitum spænska konungsbikarsins eftir stórsigur á Valencia í kvöld.

Ferran Torres er uppalinn hjá Valencia en hann kom Barcelona yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. Hann bætti síðan við öðru markinu áður en Fermin Lopez skoraði þriðja markið. Staðan orðin 3-0 eftir tæplega 25 mínútna leik.

Torres fullkomnaði þrennuna síðan eftir hálftíma leik og staðan 4-0 fyrir Barcelona í hálfleik.

Lamine Yamal negldi síðasta naglann í kistu Valencia. Barcelona hefur farið illa með Valencia að undanförnu en liðin mættust í deildinni í lok síðasta mánaðar þar sem leiknum lauk með 7-1 sigri Barcelona.

Dregið verður í undanúrslitin á miðvikudaginn í næstu viku.

Liðin sem verða í pottinum
Barcelona
Real Madrid
Real Sociedad
Atletico Madrid
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner