Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 06. mars 2021 19:11
Victor Pálsson
Lengjubikarinn: ÍR og Sindri með sigra
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það fóru fram fjórir leikir í B-deild Lengjubikars karla í dag og náðu þrjú lið að bæta við sig þremur stigum í riðlakeppninni.

Í riðli 3 vann Magni 4-3 sigur á ÍH en að svo stöddu þá vantar markaskorara úr þeirri viðureign og má senda þá á [email protected].

Í sama riðli áttust við Kári og Augnablik en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli þar sem Augnablik jafnaði metin á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Í riðli 2 vann ÍR góðan 3-0 heimasigur á Reyni Sandgerði og trónir á toppi riðilsins með sjö stig eftir þrjár umferðir.

Einnig í þeim riðli spilaði lið KFG við Sindra og lauk þeirri viðureign með 3-1 sigri þess síðarnefnda.

Kári 1 - 1 Augnablik
1-0 Andri Júlíusson('25, víti)
1-1 Heiðar Ingi Þórisson('90)

ÍR 3 - 0 Reynir S.
1-0 Arian Ari Morina('27)
2-0 Ágúst Unnar Kristinsddon('28)
3-0 Bragi Karl Bjarkason('57)

KFG 1 - 3 Sindri
0-1 Kristinn Justiniano Snjólfsson('5)
1-1 Gunnar Helgi Hálfdánarson('68)
1-2 Abdul Bangura('74)
1-3 Sævar Gunnarsson('76)

ÍH 3 - 4 Magni
Athugasemdir
banner
banner
banner