
Salih Heimir Porca er hættur sem þjálfari kvennaliðs Hauka samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Salih Heimir skrifaði undir tveggja ára samning við félagið 1. nóvember síðastliðinn en rétt rúmlega fjórum mánuðum síðar er hann nú hættur.
Þegar hann tók við liðinu í vetur var það í þriðja sinn sem Salih Heimir tók við kvennaliði Hauka en hann stýrði liðinu einnig frá 2005 til 2006 og svo aftur frá 2009 til 2011. Undir hans stjórn komust Haukar upp í úrvalsdeild árið 2010.
Haukar féllu úr Lengjudeildinni í sumar og leika í 2. deild á næsta ári. Félagið hefur nú hafið leit að eftirmanni hans en aðeins tveir mánuðir eru í fyrsta leik liðsins í 2. deildinni í sumar.
Þá taka Haukar á móti KH á heimavelli sínum Ásvöllum, 2. maí næstkomandi.
Athugasemdir