Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 06. apríl 2020 08:07
Elvar Geir Magnússon
Braut reglur þegar hann fór í 18 ára afmæli kærustunnar
Smolov hefur leikið 39 landsleiki fyrir Rússland.
Smolov hefur leikið 39 landsleiki fyrir Rússland.
Mynd: Getty Images
Rússneski sóknarmaðurinn Fedor Smolov sem spilar með Celta Vigo á yfir höfði sér refsingu fyrir að brjóta reglur með því að yfrgefa Spán og halda heim til Rússlands.

Smolov er þrítugur en hann flaug með einkaþotu til að vera viðstaddur átján ára afmælisveislu kærustu sinnar. Kærastan, Maria Yumasheva, er afabarn Boris Yeltsin, fyrrum Rússlandsforseta.

Smolov er annar leikmaður Celta Vigo sem yfirgefur sóttkví en danski framherjinn Pione Sisto braut reglurnar í síðustu viku.

„Leikmaðurinn bað ítrekað um leyfi til að ferðast til Rússlands af persónulegum ástæðum. Félagið gat ekki gefið honum leyfi því La Liga leyfir þetta ekki," segir talsmaður Celta Vigo um ferðalag Smolov til Rússlands.

Smolov og Yumasheva trúlofuðu sig í janúar.

Spánn er að fara inn í sína fjórðu viku í útgöngubanni en bannið hefur verið framlengt til 26. apríl til að hindra útbreiðslu kórónaveirunnar. Yfir 12 þúsund manns hafa látist af völdum sjúkdómsins á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner
banner