mán 06. apríl 2020 09:38
Elvar Geir Magnússon
Fyrirliðarnir funduðu - Vilja að peningarnir fari á réttan stað
Kevin de Bruyne.
Kevin de Bruyne.
Mynd: Getty Images
Fyrirliðar ensku úrvalsdeildarinnar vilja funda með stjórnendum félaga í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrirliðarnir héldu innbyrðis fjarfund um helgina og í kjölfarið var sett upp hópspjall milli þeirra á WhatsApp.

Enskir fjölmiðlar segja að á fjarfundinum hafi þrír fyrirliðar séð um að tala; Kevin De Bruyne hjá Manchester City, Troy Deeney hjá Watford og Mark Noble hjá West Ham.

Á fundinum töluðu fyrirliðarnir um að þeir vilja fá að sjá það svart á hvítu frá félögunum af hverju sett sé krafa á að þeir taki á sig 30% launalækkanir.

Þeir vilja fá staðfestingu á því að peningarnir sem þeir gefa eftir fara í góð málefni en ekki beint í vasa ríkra eigenda.

Þá vilja þeir að tryggt sé að starfsfólk haldi vinnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner