Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. apríl 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Paratici og Marotta búast við mikið af skiptidílum
Mynd: Getty Images
Fabio Paratici, yfirmaður íþróttamála hjá Juventus, býst við miklum breytingum á knattspyrnuheiminum í kjölfar kórónuveirunnar. Hann býst við að næsti félagaskiptagluggi verði öðruvísi en vanalega og mikið verði um bein leikmannaskipti á milli félaga.

Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, sagði svipaða hluti í viðtali í síðustu viku. Auk þess að búast við mikið af skiptidílum þá býst hann við að verð leikmanna muni hríðlækka og knattspyrnufélög þurfi að reiða sig á sín eigin ungstirni sem eru að koma upp í gegnum akademíurnar.

„Það verða margir skiptidílar í næsta félagaskiptaglugga eins og í NBA-heiminum," sagði Paratici við Tuttosport. Í bandaríska körfuboltaheiminum eru leikmenn ekki keyptir, heldur er þeim skipt á milli félaga.

„Það er líklegt að sum félög, til dæmis þau í Þýskalandi, muni græða á þeim slæmu efnahagsáhrifum sem veiran hefur í för með sér. Hagkerfið í Þýskalandi er stöðugra en í mörgum öðrum löndum og félög þar munu væntanlega hagnast á því."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner