Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 06. apríl 2020 09:15
Elvar Geir Magnússon
Verður Meistaradeildinni aflýst?
Aleksandar Ceferin.
Aleksandar Ceferin.
Mynd: Getty Images
Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, viðurkennir að möguleiki sé á að Meistaradeildinni og Evrópudeildinni verði aflýst vegna heimsfaraldursins.

Mótunum var frestað eins og flestum fótboltakeppnum heimsins.

Forráðamenn evrópska knattspyrnusambandsins bíða eftir því að faraldurinn gangi yfir áður en ákvörðun verður tekin um það hvenær hægt sé að hefja leik aftur.

En Ceferin segir að það sé ákveðinn tímarammi sem horfa verði til.

„Við getum ekki spilað þar til í september eða október," sagði Ceferin. Hann var svo spurður að því hvort keppnunum gæti verið aflýst?

„Ef stjórnvöld leyfa okkur ekki að spila þá getum við ekki spilað."

Það er enn vonast til þess að fótboltinn snúi aftur í júní en stjórnendur ensku úrvalsdeildarinnar eru í stöðugu sambandi við bresku ríkisstjórnina.

Miklar líkur eru á því að leikið verði bak við luktar dyr þegar fótboltinn snýr aftur.

„Það er betra að spila án áhorfenda en að sleppa því. Fólk þarf að fá jákvæða orku á heimili sín og það er betra að sýna leikina í sjónvarpinu," segir Ceferin.
Athugasemdir
banner
banner
banner