Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   sun 06. maí 2018 19:48
Kristófer Jónsson
Emil Ásmunds: Gerðum þetta svolítið spennandi í lokin
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Emil Ásmundsson, leikmaður Fylkis, skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar að hans menn sigruðu KA 2-1 í Egilshöllinni í dag.

„Við vorum mjög þéttir og fastir fyrir í fyrri hálfleik og sóttum vel. Við dettum aðeins neðar í seinni hálfleik. Það er smá stress hérna í lokinn en það var bara til að gera þetta aðeins spennandi." sagði Emil kátur eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 KA

Fylkismenn töpuðu gegn Víkingi R. í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar en eru komnir á blað eftir sigurinn í dag.

„Það er alltaf gott fyrir lið eins og okkur að fá sigur sem fyrst. Svo er gott fyrir framherja eins og Glenn að ná að skora og eins fyrir mig að leggja upp og skora."

Næsti leikur Fylkis er gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda og er Emil bjartsýnn fyrir þeim leik.

„Við förum í alla leiki til að gera eins vel og við getum og vinna. Ef að við spilum eins og við gerðum í dag getum við alveg unnið Val." sagði Emil að lokum.
Athugasemdir
banner
banner