Emil Ásmundsson, leikmaður Fylkis, skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar að hans menn sigruðu KA 2-1 í Egilshöllinni í dag.
„Við vorum mjög þéttir og fastir fyrir í fyrri hálfleik og sóttum vel. Við dettum aðeins neðar í seinni hálfleik. Það er smá stress hérna í lokinn en það var bara til að gera þetta aðeins spennandi." sagði Emil kátur eftir leik.
„Við vorum mjög þéttir og fastir fyrir í fyrri hálfleik og sóttum vel. Við dettum aðeins neðar í seinni hálfleik. Það er smá stress hérna í lokinn en það var bara til að gera þetta aðeins spennandi." sagði Emil kátur eftir leik.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 1 KA
Fylkismenn töpuðu gegn Víkingi R. í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar en eru komnir á blað eftir sigurinn í dag.
„Það er alltaf gott fyrir lið eins og okkur að fá sigur sem fyrst. Svo er gott fyrir framherja eins og Glenn að ná að skora og eins fyrir mig að leggja upp og skora."
Næsti leikur Fylkis er gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda og er Emil bjartsýnn fyrir þeim leik.
„Við förum í alla leiki til að gera eins vel og við getum og vinna. Ef að við spilum eins og við gerðum í dag getum við alveg unnið Val." sagði Emil að lokum.
Athugasemdir