Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. maí 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Mexíkó: Club America undir eftir fyrri leikinn
Mynd: America

Pachuca 2 - 1 Club America
1-0 C. Corral ('16)
1-1 K. Martinez ('22, víti)
2-1 L. Angeles ('56)
Rautt spjald: S. Gutierrez, Pachuca ('78)


Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir var í byrjunarliði Club America sem tapaði fyrir Pachuca í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum mexíkóska deildartímabilsins. Hún spilaði fyrstu 58 mínúturnar og var tekin útaf skömmu eftir að Pachuca komst í 2-1.

Leikurinn var nokkuð jafn þar sem Pachuca tók forystuna snemma leiks en Club America jafnaði sex mínútum síðar.

Lizbeth Angeles kom Pachuca aftur yfir snemma í síðari hálfleik og misstu heimakonur svo leikmann af velli en tókst að halda út einni færri.

Lokatölur urðu því 2-1 en seinni leikurinn verður spilaður strax á sunnudaginn þannig leikmenn fá litla hvíld á milli leikja.

Club America endaði í fjórða sæti á deildartímabilinu en Pachuca var sjö stigum eftirá í fimmta sæti. Sigurvegarinn úr einvíginu mætir annað hvort Monterrey eða Club Tijuana í undanúrslitum.


Athugasemdir
banner
banner