Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. maí 2022 12:05
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Við vorum betra liðið - Dómgæslan ekki góð
Mynd: EPA
Mynd: EPA

West Ham United tapaði í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi þegar liðið heimsótti Eintracht Frankfurt.


Aaron Cresswell fékk rautt spjald frá dómaranum Jesus Gil snemma leiks fyrir að brjóta af sér sem aftasti varnarmaður og lentu tíu Hamrar í miklum erfiðleikum, sérstaklega þegar þeir fengu mark á sig skömmu síðar.

David Moyes, stjóri West Ham, segir þó að leikurinn hafi ekki tapast á rauða spjladinu heldur á fyrstu sekúndunum í fyrri viðureigninni, þegar Ansgar Knauff skoraði eftir 49 sekúndur í London.

„Ég ætla að vera heiðarlegur og viðurkenna að við töpuðum viðureigninni líklega á fyrstu sekúndunum þegar við lentum undir á London Stadium. Við neyddumst til að elta leikinn eftir það," sagði Moyes.

„Ég er mjög stoltur af strákunum, þeir spiluðu virkilega vel leikmanni færri og héldu sér í leiknum. Önnur lið hefðu lagt árar í bát og tapað tvö eða þrjú núll. Við fengum betri færi en Frankfurt þrátt fyrir að vera færri en við verðum að óska þeim til hamingju með þennan árangur. Þeir komust áfram, ekki við, og við gefum þeim okkar bestu hamingjuóskir."

Moyes fékk að líta rauða spjaldið þegar hann dúndraði bolta í átt að boltastelpu í seinni hálfleik. Það munaði gríðarlega litlu að neglan frá Moyes hefði hæft stelpuna í framan en hann virtist ekki iðrast gjörða sinna sérstaklega mikið.

„Ég verð að biðjast afsökunar fyrir að sparka í boltann, en boltastrákurinn kastaði boltanum aðeins of stutt og hann skoppaði fullkomlega fyrir mig. Þetta fór ekki í hann, boltinn fór held ég framhjá honum.

„Dómgæslan í viðureigninni var ekki góð. Rauða spjaldið átti kannski rétt á sér en það sem kom mér á óvart voru viðbrögðin hjá bekknum hjá Frankfurt. Þeir stóðu allir upp þegar dómarinn gaf Aaron gult spjald. Ég vona að við hefðum ekki brugðist svona við en kannski þurfum við að breyta því ef við græðum á því."

Dómarinn gaf Cresswell upprunalega gult spjald en Moyes telur bekkinn hjá Frankfurt hafa reynt að hafa áhrif á ákvarðanatökuna. VAR herbergið greip inní og fékk Cresswell að líta beint rautt spjald fyrir að ræna upplögðu marktækifæri sem aftasti varnarmaður.

Frankfurt mætir Rangers í einstaklega áhugaverðum úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þetta er fyrsti úrslitaleikur Frankfurt í Evrópukeppni síðan 1980.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner