Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. maí 2022 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba fer kannski ekki langt
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur áhuga á því að semja við franska miðjumanninn Paul Pogba er samningur hans við Manchester United rennur út í sumar.

Þetta kemur fram á Daily Mail í kvöld.

Pogba var í unglingaliðum Man Utd en fór svo frá félaginu vegna þess að hann var ósáttur með að fá ekki að spila með aðalliðinu. Hann fór til Juventus og sló í gegn, og var svo keyptur aftur til Man Utd fyrir 89 milljónir punda sumarið 2016.

Það er óhætt að segja að hann hafi ollið vonbrigðum hjá Man Utd og er að öllum líkindum á förum í annað sinn frá félaginu í sumar þegar samningur hans rennur út.

Man City er að kanna möguleikann að fá Pogba til félagsins. Pep Guardiola, stjóri Man City, vill fá inn fjölhæfan miðjumann og gæti verið að Pogba sé lausnin við því.

Það myndi auðvitað vekja mikið umtal ef Pogba skiptir frá United til City enda ekki á hverjum degi sem það gerist; að leikmaður skipti á milli þessara nágrannafélaga.

PSG og Juventus hafa einnig áhuga á leikmanninum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner