Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 06. maí 2022 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rafael Victor í Hött/Hugin (Staðfest)
Rafael Victor.
Rafael Victor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höttur/Huginn hefur fengið mikinn liðsstyrk fyrir átökin í 2. deild karla í sumar.

Portúgalski sóknarmaðurinn Rafael Victor er kominn aftur til landsins og er búinn að semja við félagið.

Hann spilaði með Þrótti í næst efstu deild sumarið 2019 og stóð sig virkilega vel. Hann skoraði tólf mörk í 21 leik í það sem þá hét Inkasso-deildin. Hann gerði einnig eitt mark í tveimur bikarleikjum með Þrótturum.

Í sumar verður hann andstæðingur Þróttar í 2. deild.

„Hann er sturlaður. Þeir voru að spila æfingaleik við Magna um daginn og hann skoraði tvö. Hann lítur vel út," sagði Gylfi Tryggvason í Ástríðunni.

Höttur/Huginn komust upp úr 3. deild í fyrra og verður athyglisvert að sjá hvernig þeim vegnar í 2. deild í sumar. Þessi öflugi sóknarmaður kemur allavega til með að hjálpa þeim heilmikið ef hann nær að sýna sínar bestu hliðar.
Ástríðan - Veislan er að hefjast
Athugasemdir
banner
banner
banner