Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 06. maí 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær hafnaði félagi í ensku úrvalsdeildinni
Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri Manchester United, hafnaði tækifæri til þess að taka við liði í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári.

Solskjær var rekinn úr starfi hjá Man Utd í desember á síðasta ári eftir ansi erfiða byrjun á tímabilinu. Það voru jákvæð teikn á lofti hjá United undir stjórn Solskjær á síðustu leiktíð, en ekki tókst að fylgja því eftir.

Norðmaðurinn býr enn á Englandi þar sem dóttir hans spilar fyrir kvennalið Man Utd og samkvæmt norska fjölmiðlinum VG þá bauðst Solskjær að taka við liði í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann var rekinn frá United.

Everton, Leeds, Watford og Burnley hafa rekið sína stjóra frá því Solskjær var látinn taka pokann sinn, en Norðmaðurinn var orðaður við starfið hjá Burnley. Mike Jackson, þjálfari U23 liðsins hjá Burnley, tók starfið að sér og hefur verið að gera mjög vel.

Í grein VG segir að Solskjær hafi hafnað starfinu, en félagið er ekki nefnt. Hann er sagður tilbúinn að snúa aftur sem knattspyrnustjóri í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner