lau 06. júní 2020 19:12
Ívan Guðjón Baldursson
Mintzlaff um Werner: Höfum ekkert heyrt frá Chelsea
Mynd: Getty Images
Oliver Mintzlaff, stjórnarmaður hjá RB Leipzig, segir að ekkert formlegt tilboð hafi borist frá Chelsea í Timo Werner þrátt fyrir fréttir enskra fjölmiðla um að félagaskiptin væru frágengin.

Mintzlaff var spurður út í málið eftir óvænt jafntefli Leipzig gegn botnliði Paderborn í dag. Werner er með 60 milljón evra söluákvæði í samningi sínum og halda enskir fjölmiðlar því fram að Chelsea sé búið að ná samkomulagi við framherjann.

„Timo ræður sinni framtíð algjörlega sjálfur. Hann er ekki búinn að virkja söluákvæðið og við höfum ekki fengið neitt tilboð í leikmanninn, hvorki frá Chelsea né öðrum félögum," sagði Mintzlaff við Sky Sports Deutschland.

„Staðan fyrir okkur er því sú sama og áður. Timo Werner er enn leikmaður RB Leipzig. Hann gaf í skyn fyrir nokkrum vikum að hann gæti verið á leið frá félaginu, en hingað til hefur ekkert gerst."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner