Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. júní 2022 23:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhyggjuefni fyrir Arsenal: City og Liverpool með augastað á Saka
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: EPA
Manchester City hefur mikinn áhuga á því að fá enska landsliðsmanninn Bukayo Saka frá Arsenal.

Enska götublaðið Daily Mail heldur þessu fram í kvöld.

City er að fylgjast vel með stöðu mála hjá Saka sem á bara tvö ár eftir af núgildandi samningi sínum við Arsenal. Það er ólíklegt að það gerist eitthvað í sumar í þessu máli, en City ætlar sér að fylgjast vel með leikmanninum.

Liverpool, helstu keppinautar City á Englandi síðustu ár, eru líka með Saka á óskalista sínum.

Það er í forgangi hjá Arsenal að endursemja við Saka en það gæti haft áhrif á samningastöðuna að félagið missti af Meistaradeildarsæti á tímabilinu sem var að klárast.

City og Liverpool vonast til þess að Arsenal nái ekki að endursemja við Saka í ár og þá verður óvissan meiri á næsta ári.

Saka, sem er tvítugur kantmaður, var einn besti leikmaður Arsenal á tímabilinu sem var að klárast en liðið kastaði frá sér Meistaradeildarsæti á lokametrunum.
Athugasemdir
banner
banner