Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 06. júní 2022 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð Snorri á von á símtali frá Arnari
Icelandair
Arnar og Davíð Snorri.
Arnar og Davíð Snorri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru mjög óvænt tíðindi í dag þegar Grikkland tapaði gegn Kýpur í undankeppni EM U21 landsliða.

Þessi lið eru með okkur Íslendingum í riðli og eru þetta frábær úrslit fyrir Ísland í baráttunni um að komast inn á Evrópumótið.

Ísland er fimm stigum eftir Grikklandi sem vermir annað sæti riðilsins, en strákarnir okkar eiga einn leik til góða. Grikkir spila við ógnarsterkt lið Portúgala í lokaumferðinni á meðan Ísland á heimaleiki við Kýpur og Hvíta-Rússland.

Liðið sem er með besta árangurinn í 2. sæti fer beint á Evrópumótið en hin átta liðin sem lenda í öðru sæti fara í umspil og eru því möguleikarnir enn á lofti fyrir íslensku strákana.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, ræddi um þessa stöðu sem er komin upp á fréttamannafundi í kvöld.

„Það gerðist eitt í dag sem við vorum ekki alveg búnir að sjá fyrir, að Grikkland tapaði gegn Kýpur í U21. Þetta þýðir að okkar lið á stóran möguleika á að ná öðru sætinu og komast í umspil þar," sagði Arnar.

„Það er mjög mikilvægt fyrir okkar leikmenn að komast á lokamót, í þannig leiki. Við förum í það í kvöld að skoða hvað er best fyrir í stöðunni... ég var með plan að taka fleiri úr U21 landsliðinu en við þurfum að stokka það upp á nýtt. Ég þarf að hringja í Davíð Snorra (þjálfara U21 landsliðsins) og við þurfum að ræða hvað er best."

Verða leikmenn úr A-landsliðinu færðir niður í U21? Leikmenn eins og Atli Barkarson og Bjarki Steinn Bjarkason.

„Já, það kemur til greina. Helst ekki með Atla Barkar því Davíð Kristján er búinn að spila mikið. Þetta eru fyrstu alvöru leikir hans og Höddi er ekki að fara. Við þurfum að hafa vinstri bakvörð með okkur. Það kemur til greina, ég ætla að ræða við Davíð Snorra og Jóa Kalla í kvöld. Við þurfum að sjá hvað er best fyrir leikmennina."
Athugasemdir
banner
banner
banner