mán 06. júní 2022 19:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Ferðuðust 3671 kílómetra til að sjá leikinn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Talsvert er af stuðningsmnönnum Albaníu á Laugardalsvelli í kvöld. Þeir fylla nánast eitt hólfið í gömlu stúkunni á vellinum.

Fyrir leik héldu þeir borðum á lofti sem sýndi að þeir hefðu ferðast 3671 km til að mæta á leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Albanía

Því fylgdi setningin 'We know no boundaries' sem lauslega væri þýtt 'við þekkjum engin landamæri' og eru stuðningsmennirnir sennilega að gefa í skyn að ekkert ferðalag sé of langt.

Stuðningsmennirnir láta vel í sér heyra og styðja þétt við bakið á sínu liði.
Athugasemdir
banner
banner