Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. júní 2022 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti fótboltaleikurinn sem Andri Lucas byrjar síðan í nóvember
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen er í byrjunarliði Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Albanía

Andri, sem er tvítugur, kom sterkur inn í landsliðið á síðasta ári og er búinn að skora tvö mörk í sex A-landsleikjum.

Það er samt sem áður athyglisvert að hann sé að byrja og hann sé í raun í hópnum því hann hefur lítið sem ekkert spilað með félagsliði sínu síðustu mánuði.

Andri er á mála hjá spænska stórveldinu Real Madrid og er þar í varaliðinu.

Hann spilaði alls tæpar 550 mínútur á nýafstöðnu tímabili í spænsku C-deildinni og byrjaði aðeins fjóra leiki.

Leikurinn í kvöld er fyrsti fótboltaleikurinn sem hann byrjar í meira en hálft ár; allavega ef miðað er við vefsíðuna Soccerway þá byrjaði hann síðast leik þann 6. nóvember síðastliðinn.

Um er að ræða fyrsta landsleikinn sem hann byrjar.
Athugasemdir
banner
banner
banner