
Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Stjörnunnar segir frammistöðu liðsins hafa verið virkilega góða þegar liðið vann 5-0 stórsigur á Þór/KA í dag.
„Við vorum yfir í öllu á vellinum fannst mér, gekk vel að láta boltann ganga og skorum 5 mjög góð mörk. Bara virkilega sáttar."
Lestu um leikinn: Stjarnan 5 - 0 Þór/KA
Stjarnan fer til Vestmannaeyja á föstudaginn og mætir ÍBV í bikarnum. Það leggst mjög vel í Katrínu að fara aftur til Eyja, en Stjarnan fór til Eyja í 1. umferð Bestu-deildarinnar þar sem liðin skildu jöfn 1-1.
„Alltaf gaman að koma til eyja og gaman að spila á þeim velli. Þannig við erum bara spenntar fyrir því verkefni."
Það styttist í EM en Katrín segist ekki gera sér vonir um sæti í landsliðshópnum.
„Engar vonir, ég bara treysti Steina til að velja réttan hóp. Ef maður er í hópnum þá er maður bara glaður," sagði Katrín.
Athugasemdir