Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
banner
   fim 06. júní 2024 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ákvæði í samningi Solanke ekki í boði fyrir öll lið
Mynd: Getty Images

Dominic Solanke er með ákvæði í samningi sínum sem gerir félögum kleift að kaupa hann fyrir 65 milljónir punda. Það er hins vegar ekki í boði fyrir öll félög.


The Athletic greinir frá þessu en það kemur ekki fram hvaða lið það eru sem geta nýtt sér þetta ákvæði. Það eru þó getgátur um að það séu félög sem spila í Evrópukeppni.

Solanke er 26 ára gamall framherji en hann skoraði 19 mörk og lagði upp þrjú í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Samningur hans við Bournemouth rennur út árið 2027.


Athugasemdir
banner
banner
banner