Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 06. júlí 2020 09:50
Magnús Már Einarsson
Matic framlengir við Man Utd (Staðfest)
Nemanja Matic hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Manchester United en hann er nú samningsbundinn til sumarsins 2023.

Hinn 31 árs gamli Matic hefur leikið 114 leiki með Manchester United síðan hann kom til félagsins frá Chelsea árið 2017.

„Ég er mjög ánægður með að ég geti haldið áfram að vera hluti af þessu frábæra félagi," sagði Matic.

„Sem leikmaður á ég eftir að afreka margt á ferlinum og það verður mikill heiður að gera það með Manchester United."
Athugasemdir