Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. júlí 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Stærsta N1 móti KA lokið
Mynd: KA
34. N1 mót KA fór fram á KA-svæðinu undanfarna daga og tókst ákaflega vel til. Mótið heldur áfram að stækka ár frá ári og var metþáttaka í ár er 212 lið kepptu í 9 deildum. Keppendur voru um 2.000, 204 lið frá 49 félögum en alls voru leiknir 1060 leikir sem gera 29.952 mínútur af fótbolta!

Breiðablik vann Grindavík í úrslitum A-liða en Blikar hafa verið sigursælir á mótinu undanfarin ár. Þjálfarar Breiðabliks eru Guðjón Gunnarsson, Gunnar Birgisson, Steinar Logi Rúnarsson og Jón Smári Ólafsson.

Grindvíkingar voru í úrslitum í fyrsta skipti í sögunni en leikmenn liðsins hafa verið í afreksþjálfun hjá Milan Stefán Jankovic. Þjálfarar liðsins eru Anton Ingi Rúnarsson og Nihad Hasesic.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband frá mótinu í ár.

Sigurvegarar mótsins í ár eru eftirfarandi:
Argentíska deildin: Breiðablik 1
Brasilíska deildin: FH 2
Chile deildin: ÍA 2
Danska deildin: Keflavík 3
Enska deildin: Stjarnan 6
Franska deildin: Höttur
Gríska deildin: KA 7
Hollenska deildin: Þór 7
Íslenska deildin: Stjarnan 10
Stuðboltar mótsins: ÍBV
Háttvísi og prúðmennskuverðlaun Sjóvá: Ægir
Háttvísisverðlaun Landsbankans og KSÍ: ÍBU-Uppsveitir
Sveinsbikarinn: KFR (háttvísi innan sem utan vallar)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner