mið 06. júlí 2022 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Glódís gefur Guðrúnu ráð fyrir fyrsta stórmótið
Icelandair
Guðrún er á leið á sitt fyrsta stórmót.
Guðrún er á leið á sitt fyrsta stórmót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru ellefu leikmenn í íslenska landsliðshópnum að fara á sitt fyrsta stórmót í sumar. Evrópumótið er framundan.

Ein af þeim er Guðrún Arnardóttir, miðvörðurinn öflugi. Hún hefur komið afar sterk inn í liðið upp á síðkastið og er auðvitað í hópnum að þessu sinni sem tekur þátt á EM í Englandi.

Glódís Perla Viggósdóttir á yfir 100 landsleiki og er að fara á sitt þriðja stórmót. Í hlaðvarpi sem birtist í gær var Glódís spurð að því hvaða ráð hún myndi gefa Guðrúnu fyrir mótið sem er á næsta leyti.

„Ég myndi segja fyrst og fremst að njóta þess að vera þarna. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Þegar ég hugsa til mótsins 2017, þá var það ekki eins skemmtilegt og manni hefði langað. Njóttu þess að vera þarna, taktu þetta allt inn og þetta verður geggjað,” sagði Glódís.

„Við erum búnar að vera að undirbúa þetta í langan tíma, en þetta er ekkert öðruvísi en að spila æfingaleik á móti Póllandi - þannig. Þetta er bara fótbolti, ellefu á móti ellefu.”

Hvernig er að vera að fara á fyrsta stórmótið?

„Ég er spennt. Eins og Glódís ráðleggur, þá stefni ég á að njóta þess í botn. Ég er spennt fyrir þessu. Manni finnst drullugaman í fótbolta og gaman að spila á móti góðum liðum. Það er ekkert annað hægt en að vera spennt,” sagði Guðrún.
Miðverðirnir fá sviðsljósið - Glódís og Guðrún í spjalli fyrir EM
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner