Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. júlí 2022 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Nottingham Forest búið að kaupa Niakhate (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Nottingham Forest er búið að festa kaup á varnarmanninum Moussa Niakhate sem kemur til félagsins frá Mainz.


Niakhate er 26 ára gamall og hefur verið mikilvægur hlekkur í byrjunarliði Mainz undanfarin fjögur ár.

Forest eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni og borga um 15 milljónir punda fyrir Niakhate sem skrifar undir þriggja ára samning, með möguleika á eins árs framlengingu ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt.

Niakhate var mikilvægur partur af U21 og U20 landsliðum Frakka en hefur ekki tekist að taka stökkið upp í aðalliðið enda er gríðarleg samkeppni um sæti þar.

Ljóst er að Forest ætlar ekki að leyfa úrvalsdeildarfélögunum að valta yfir sig í haust og fær Steve Cooper knattspyrnustjóri mikið fjármagn til að reyna að gera liðið samkeppnishæft í efstu deild.

Félagið er þegar búið að ganga frá kaupum á Taiwo Awoniyi og Giulian Biancone auk þess að hafa fengið Dean Henderson að láni frá Manchester United.

Nottingham Forest vann umspil Championship deildarinnar í sumar og tryggði sér þannig sæti í efstu deild eftir rúmlega 20 ára fjarveru.


Athugasemdir
banner
banner