Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. júlí 2022 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Rosalegar fyrirmyndir í íslenska hópnum - „Þetta er ótrúlega stórt"
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sif er tveggja barna móðir.
Sif er tveggja barna móðir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það eru flestar mæður í okkar liði - af öllum liðum - á Evrópumótinu í sumar. Það eru alls fimm mæður í okkar leikmannahópi.

Sara Björk Gunnarsdóttir er nýjasti meðlimurinn í mæðrahópi landsliðsins, en hún eignaðist son á síðasta ári. Hinar mæðurnar í hópi okkar liðs eru Dagný Brynjarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Sandra Sigurðardóttir og Sif Atladóttir.

Þetta eru mjög miklar fyrirmyndir því það er alls ekki auðvelt að koma til baka og spila á hæsta stigi eftir að hafa eignast barn. Þessar fimm sýna að þú getur gert bæði; þú getur stofnað fjölskyldu og þú getur spilað fótbolta á hæsta stigi á sama tíma.

„Mér finnst frábært að geta verið móðir og á sama tíma spila fótbolta á hæsta stigi. Það er ótrúlega erfitt, en á sama tíma geggjuð tilfinning,” sagði Sara Björk í samtali við Fótbolta.net í gær.

Hvernig er að vita til þess að við erum með flestar mæður í okkar hóp? „Það er geðveikt. Þetta er ótrúlega stórt. Þetta er hvatning fyrir mig að sjá stelpurnar í landsliðinu sem hafa gert þetta áður. Það er hvatning fyrir mig að vita til þess að þær komu til baka og eru í toppformi.”

„Auðvitað eru allir mismunandi. Fyrir suma tekur þetta fimm mánuði og fyrir aðra tekur þetta ár eða hvað sem er. En að koma til baka, vera í toppformi og vera að spila á þessu stigi… að við séum fimm mæður í landsliðinu er geggjað.”

Sara gerði stórkostlega heimildarmynd á meðan hún var ólétt en hægt er að horfa á hana hér fyrir neðan. Það er svo sannarlega hægt að mæla með þeirri mynd.

Einnig er hægt að hlusta á allt spjallið við Söru í spilaranum hérna fyrir neðan.


Sara er komin aftur - Fyrirliðinn fer yfir síðastliðin tvö ár
Athugasemdir
banner
banner
banner