Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Vill ekki missa Neymar í sumar - „Hvaða þjálfari væri ekki til að hafa hann?"
Mynd: EPA
Cristophe Galtier, nýr þjálfari Paris Saint-Germain í Frakklandi, vill alls ekki missa brasilíska sóknarmanninn Neymar í sumarglugganum.

Galtier var kynntur hjá PSG í gær en Mauricio Pochettino var látinn taka poka sinn eftir eitt og hálft ár í starfi.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Neymar hjá PSG en eigendur félagsins eru sagðir vilja losa sig við hann í þessum glugga.

Neymar er með launahæstu leikmönnum heims og þá fékk hann sjálfvirka framlengingu á samningi sínum á dögunum og er nú samningsbundinn til 2027.

Chelsea og Manchester City eru meðal þeirra liða sem hafa íhugað að leggja fram lánstilboð en Galtier vill alls ekki missa hann.

„Neymar er heimsklassa leikmaður. Hvaða þjálfari væri ekki til í að hafa hann í sínum hóp? Við þurfum að finna jafnvægi í liðið," sagði Galtier.

„Ég er með mjög skýra hugmynd um hvað ég vil frá honum. Ég hef ekki hitt hann en ég vil halda honum hér," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner