Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   fim 24. júlí 2025 22:35
Snæbjört Pálsdóttir
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson þjálfari Vals
Kristján Guðmundsson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur tók á móti botnliði FHL í kvöld á N1-vellinum á Hlíðarenda og sigraði 2-1 

Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Kristján Guðmundsson þjálfari Vals „Það er að fagna sigrinum, það er nottlega fyrst og fremst að ná að landa þessum 3 stigum.“ 


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 FHL

„Við vorum að spila við FHL sem er búið að breytast mikið í fyrri hlutanum og við vissum ekki alveg út hvað við vorum að fara en það kom fljótt í ljós að það var mikil stemming í andstæðingnum en við skorum þetta glæsilega mark bara í fyrstu sókn sem var bara gríðarlega vel gert en það svæfði okkur einhvern veginn og við komumst ekki nógu vel i takt við leikinn og vorum að gera mörg tæknileg mistök í uppspili, að missa boltann á vondum stöðum og svona og lenda í smá eltingaleik.“

Málfríður Anna gekk á dögunum til liðs við Val og kom strax við sögu þegar hún kom inn á fyrir Natöshu sem þurfti að fara af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik

„Mér fannst hún koma mjög vel inn í leikinn, hún þurfti bara að hlaupa inn á um leið og Natasha meiðist, hún kemur alveg ísköld inn af bekknum og gerði þetta mjög vel, við treystum henni alveg í þetta verkefni, þannig að hún stóð sig vel.“

Næsti leikur Vals er bikarleikur gegn FH nk. þriðjudag klukkan 19:30 á N1-vellinum á Hlíðarenda

„Við erum farin að hugsa ansi mikið um næsta leik, bikarleikur á móti FH og hérna já við förum að vinna í því áfram en það er líka aðeins breytt lið FH, þær eru búnar að styrkja sig töluvert.“




Athugasemdir
banner
banner