Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
   fim 24. júlí 2025 22:35
Snæbjört Pálsdóttir
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson þjálfari Vals
Kristján Guðmundsson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur tók á móti botnliði FHL í kvöld á N1-vellinum á Hlíðarenda og sigraði 2-1 

Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Kristján Guðmundsson þjálfari Vals „Það er að fagna sigrinum, það er nottlega fyrst og fremst að ná að landa þessum 3 stigum.“ 


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 FHL

„Við vorum að spila við FHL sem er búið að breytast mikið í fyrri hlutanum og við vissum ekki alveg út hvað við vorum að fara en það kom fljótt í ljós að það var mikil stemming í andstæðingnum en við skorum þetta glæsilega mark bara í fyrstu sókn sem var bara gríðarlega vel gert en það svæfði okkur einhvern veginn og við komumst ekki nógu vel i takt við leikinn og vorum að gera mörg tæknileg mistök í uppspili, að missa boltann á vondum stöðum og svona og lenda í smá eltingaleik.“

Málfríður Anna gekk á dögunum til liðs við Val og kom strax við sögu þegar hún kom inn á fyrir Natöshu sem þurfti að fara af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik

„Mér fannst hún koma mjög vel inn í leikinn, hún þurfti bara að hlaupa inn á um leið og Natasha meiðist, hún kemur alveg ísköld inn af bekknum og gerði þetta mjög vel, við treystum henni alveg í þetta verkefni, þannig að hún stóð sig vel.“

Næsti leikur Vals er bikarleikur gegn FH nk. þriðjudag klukkan 19:30 á N1-vellinum á Hlíðarenda

„Við erum farin að hugsa ansi mikið um næsta leik, bikarleikur á móti FH og hérna já við förum að vinna í því áfram en það er líka aðeins breytt lið FH, þær eru búnar að styrkja sig töluvert.“




Athugasemdir
banner