Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   fim 24. júlí 2025 22:59
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA var svekktur eftir sögulegt tap gegn Tindastóli í spennandi grannaslag í Bestu deildinni fyrr í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn sem Þór/KA tapar í keppnisleik gegn Tindastóli í kvennaflokki.

„Við komum hingað til að gera góða hluti en gerðum þá alls ekki. Þess vegna er maður mjög sár og svekktur," sagði Jóhann sem tók tapið á kassann.

„Þjálfarinn verður að líta í eigin barm í dag því eins og sást á liðinu í fyrri hálfleik þá var greinilega eitthvað ekki í lagi í undirbúningnum, hvort sem það er eitthvað í kringum pásuna eða eitthvað annað. Þetta var ekki liðið okkar sem spilaði þennan fyrri hálfleik.

„Við gefum þeim þessi mörk því miður og ég er mjög sár með hvernig við komum til leiks, mér fannst það ekki vera líkt okkur. Hugarfarið og allt var betra í seinni hálfleik en það vantaði bara gæði í okkur, við vorum alltof ryðguð. Þetta var ekki nógu gott í dag. Ég þarf að undirbúa liðið betur fyrir næsta leik."


Þór/KA er í fjórða sæti eftir tapið, með 18 stig eftir 11 umferðir.
Athugasemdir
banner