Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
   fim 24. júlí 2025 22:59
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA var svekktur eftir sögulegt tap gegn Tindastóli í spennandi grannaslag í Bestu deildinni fyrr í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn sem Þór/KA tapar í keppnisleik gegn Tindastóli í kvennaflokki.

„Við komum hingað til að gera góða hluti en gerðum þá alls ekki. Þess vegna er maður mjög sár og svekktur," sagði Jóhann sem tók tapið á kassann.

„Þjálfarinn verður að líta í eigin barm í dag því eins og sást á liðinu í fyrri hálfleik þá var greinilega eitthvað ekki í lagi í undirbúningnum, hvort sem það er eitthvað í kringum pásuna eða eitthvað annað. Þetta var ekki liðið okkar sem spilaði þennan fyrri hálfleik.

„Við gefum þeim þessi mörk því miður og ég er mjög sár með hvernig við komum til leiks, mér fannst það ekki vera líkt okkur. Hugarfarið og allt var betra í seinni hálfleik en það vantaði bara gæði í okkur, við vorum alltof ryðguð. Þetta var ekki nógu gott í dag. Ég þarf að undirbúa liðið betur fyrir næsta leik."


Þór/KA er í fjórða sæti eftir tapið, með 18 stig eftir 11 umferðir.
Athugasemdir
banner