fim 06. ágúst 2020 11:12
Elvar Geir Magnússon
Anelka: Hefði getað gert frábæra hluti með Liverpool
Nicolas Anelka lék eitt tímabil með Liverpool.
Nicolas Anelka lék eitt tímabil með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Var Nicolas Anelka misskilinn? Komin er út ný heimildarmynd á Netflix sem ber titilinn 'Anelka: Misunderstood'.

Anelka, sem er 41 árs í dag, vann EM, Meistaradeildina, úrvalsdeildina með tveimur félögum og FA-bikarinn fjórum sinnum. Utan vallar var hann tekinn úr franska landsliðinu, rekinn frá West Brom og var viðloðinn mörg umdeild mál.

Í nýju heimildarmyndinni fer þessi fyrrum sóknarmaður Frakklands og Arsenal yfir feril sinn og skoðar sín stærstu afrek og einnig skandalana.

Vill að stuðningsmenn Liverpool viti að hann vildi vera áfram
Árið 2001 gekk Anelka í raðir Liverpool til að spilda undir stjórn Gerard Houllier. Hann segir að Liverpool hafi verið hið fullkomna félag fyrir sig.

Í lok tímabilsins ákvað Houllier þó ekki að halda honum. Hann var ósáttur við að bræður Anelka, sem sáu um hans mál, höfðu haft samband við önnur félög.

Anelka segist sjá eftir því að þetta hafi gerst.

„Stuðningsmenn Liverpool halda að ég hafi ekki viljað vera áfram. Þeir þurfa að vita að þannig var þetta ekki. Það sem átti sér stað var sorglegt fyrir mig. Þetta er félag þar sem ég hefði getað gert frábæra hluti," segir Anelka.
Athugasemdir
banner