Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. ágúst 2020 18:27
Brynjar Ingi Erluson
Engir leikir spilaðir á laugardag - Óvíst með sunnudaginn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mótahald KSÍ greindi nú rétt í þessu frá því að ekkert verður spilað í meistaraflokki karla- og kvenna á laugardag en á morgun mun liggja fyrir ákvörðun hvort spilað verði á sunnudag eða ekki.

Ekkert hefur verið spilað í íslenska boltanum síðan 30, júlí en þá hertu yfirvöld aðgerðir vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Reglurnar sem fóru í gildi þann 31. júlí hljóðu svo að halda tveggja metra reglunni gangandi og þá mega ekki fleira en 100 koma saman í einu. Skemmtistaðir eru opnir til 23:00 en lið mega þó ekki spila og sendi því KSÍ spurningalista til heilbrigðisyfirvalda til að fá skýrari svör.

Það var óljóst fyrr í dag hvort leikir færu fram í Íslandsmótinu um helgina en nú er ljóst að ekkert verður spilað á laugardag og hefur öllum leikjum verið frestað. Þá liggur fyrir sú ákvörðun að fresta öllum leikjum hjá 2.- og 3. flokki karla- og kvenna um helgina.

Það verður fundað aftur á morgun en þá liggur ákvörðun fyrir hvort það verði spilað á sunnudeginum 9. ágúst. KSÍ bíður þó enn svara frá heilbrigðisyfirvöldum en KSÍ skilaði tillögum með hvaða hætti væri hægt að hefja leik að nýju en spilaður er fótbolti víðs vegar um heiminn, þar á meðal í nágrannalöndunum.

Sérstaklega er knappur tími og lítið svigrúm varðandi leikjadagskrána í Pepsi Max-deild karla og mikið er í húfi varðandi Evrópukeppnina. Rætt hefur verið um að leika mögulega án áhorfenda í næstu leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner