Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 06. ágúst 2020 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd mætir FCK - Leverkusen spilar við Inter
Það er klárt hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en úrslitakeppnin fer fram í Þýskalandi. Manchester United mætir FCK á meðan Wolves spilar við Sevilla.

Wolves vann Olympiakos 1-0 í kvöld og er því komið áfram og spilar við Sevilla sem sendi Roma úr keppni fyrr í kvöld.

Bayer Leverkusen spilar við Inter og þá mætast Basel og Shakhtar Donetsk.

Leikirnir fara fram 10. og 11. ágúst.

8-liða úrslitin:
Wolves - Sevilla
Basel - Shakhtar Donetsk
Bayer Leverkusen - Inter
Man Utd - FCK
Athugasemdir
banner
banner