Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 06. ágúst 2020 12:10
Ástríðan
Þorri Geir á leið í KFG
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Geir Rúnarsson, miðjumaður Stjörnunnar, er mögulega á leið til KFG í 3. deildinni en þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni í dag.

„Þorri Geir Rúnarsson er að æfa með KFG og er að fara að skipta yfir," sagði Óskar Smári Haraldsson í Ástríðunni.

„Vinir hans eru að spila þarna og hann er á leið í læknisnám þannig að hann ætlar að minnka við sig í fótboltanum."

Hinn 25 ára gamli Þorri hefur ekki komið við sögu í Pepsi Max-deildinni í sumar. Þorri var meiddur í byrjun tímabils en hann greindist síðan með kórónaveiruna.

„Ég heyrði að hann væri í þeim hugleiðingum eftir að hann fékk Covid að hætta í fótbolta," sagði Sverrir Mar.

Þorri á 71 leik að baki í Pepsi Max-deildinni en hann varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014 og bikarmeistari árið 2018.

KFG er í 6. sæti í 3. deildinni með tíu stig eftir átta umferðir.

Hér að neðan má hlusta á Ástríðuna.
Ástríðan - Þriðjungsuppgjör og hitamál
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner