Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 06. ágúst 2020 14:53
Magnús Már Einarsson
Tottenham nær samkomulagi um kaup á Hojberg
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur náð samkomulagi við Southampton um kaup á danska miðjumanninum Pierre-Emile Hojberg. Viðræður á milli félaganna hafa staðið lengi yfir en Hojberg á eitt ár eftir af samningi sínum.

Tottenham bauð fyrst 15 milljónir punda á meðan Southampton vildi fá 25 milljónir punda.

Félögin ræddu lengi saman og á endanum náðu þau að mætast á miðri leið. Nákvæmt kaupverð hefur þó ekki ennþá verið gefið upp.

Everton og fleiri félög höfðu einnig sýnt Hojberg áhuga en nú er útlit fyrir að hann fari til Tottenham.

Hægri bakvörðurinn Kyle Walker-Peters gæti í kjölfarið farið frá Tottenham til Southampton en kaupverðið á honum verður ekki inni í samningum við Hojberg eins og möguleiki hafði verið á.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner