Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. ágúst 2022 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Gattuso staðfestir tilboð í Guedes - Fer hann til Arsenal eða Wolves?
Goncalo Guedes er á leið í ensku úrvalsdeildina
Goncalo Guedes er á leið í ensku úrvalsdeildina
Mynd: EPA
Spænska félagið Valencia hefur fengið tilboð í portúgalska vængmanninn Goncalo Guedes en þetta staðfesti Gennaro Ivan Gattuso, þjálfari liðsins, á blaðamannafundi í kvöld. Fjölmiðlar ytra halda því fram að baráttan sé á milli Arsenal og Wolves.

Guedes er 25 ára gamall og hefur spilað fyrir Valencia frá 2018, eða síðan hann kom frá Paris Saint-Germain í Frakklandi. Þar áður lék hann með Benfica í heimalandinu.

Hann er fastamaður í portúgalska landsliðinu og á að baki 32 leiki og 7 mörk fyrir liðið.

Guedes spilaði ekki með Valencia í æfingaleik í kvöld en Gattuso, sem þjálfar liðið, staðfesti að félaginu hafi borist tilboð frá ensku úrvalsdeildarfélagi.

„Félagið sagði mér að það hafi fengið hátt tilboð frá ensku úrvalsdeildarfélagi," sagði Gattuso, en það er talið að Guedes hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Valencia.

Samkvæmt spænskum miðlum eru tvö lið sem koma til greina en það er Arsenal og Wolves. Mikel Arteta og Bruno Lage eru báðir í leit að styrkingu og verður því áhugavert að sjá hvaða lið hreppir portúgalska landsliðsmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner