Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 06. ágúst 2022 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Lampard: Ég er svekktur
Frank Lampard
Frank Lampard
Mynd: EPA
Frank Lampard, stjóri Everton, var svekktur með 1-0 tapið gegn Chelsea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en var þó heilt yfir ánægður með frammistöðuna.

Everton spilaði ágætis leik gegn sterku liði Chelsea og þrátt fyrir nokkur áföll í leiknum.

Hann segir að ein mistök í leiknum hafi ráðið úrslitum en annars hafi liðið staðið sig vel.

„Ég er svekktur en þá er ég ekki að tala um frammistöðuna. Mér fannst við spila mjög vel. Chelsea vill rífa þig í sundur og við leyfðum þeim ekki að gera það, fyrir utan ein lítil mistök sem var úrslitavaldur."

„Mér fannst strákarnir gefa allt í þetta. Ég vil þakka stuðningsmönnunum sem mættu fyrir leikinn. Andrúmsloftið var frábært á leiknum og leikmennirnir áttu svo sinn þátt í því."

„Ef þú horfir á bekkina þá getur Chelsea gert breytingar, en við gátum ekki gert margar breytingar í sóknarlínunni. Gordon var brennidepillinn en mér fannst fremstu þrír mjög hreyfanlegir. Þeir gerðu mjög vel. Við hefðum mögulega getað skorað eftir eina fyrirgjöf ef við værum með eina níu,"
sagði Lampard en Dominic Calvert-Lewin er frá vegna meiðsla og þá seldi félagið Richarlison til Tottenham. Það sárvantar því alvöru framherja.

Abdoulaye Doucoure fékk á sig vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins en hann tók þá Ben Chilwell niður í teignum. Lampard segir að það hafi sennilega verið réttur dómur að dæma víti.

„Chilwell var klókur en Doucoure var aðeins í handleggnum á honum. Mistökin voru að að láta draga sig úr stöðu sem lið," sagði Lampard.
Athugasemdir
banner
banner