Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 06. ágúst 2022 14:05
Aksentije Milisic
Sjáðu vítaspyrnudóminn sem kom Fulham í forystu
Van Dijk var dæmdur brotlegur.
Van Dijk var dæmdur brotlegur.
Mynd: EPA

Fulham og Liverpool skildu jöfn í stórkostlegum leik í hádeginu í dag en nýliðarnir komust tvíveigis í forystu.


Aleksandar Mitrovic gerði bæði mörk heimamanna en Darwin Nunez og Mohamed Salah sáu um mörk gestanna. Nunez kom inn á sem varamaður og hafði mikil áhrif á leikinn.

Umdeilt atvik gerðist á 72. mínútu en þá fékk Fulham vítaspyrnu og komst aftur í forystu.

Mitrovic var þá með knöttinn og virtist vera komast framhjá Virgil van Dijk þegar hann féll við. Dómari leiksins benti á punktinn en Liverpool mótmælti dómnum.

Dómurinn stóð eftir að VAR herbergið hafði skoðað atvikið aftur og skoraði Mitrovic örugglega úr spyrnunni.

Þennan vítaspyrnudóm og markið má sjá hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner