Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   þri 06. ágúst 2024 08:26
Elvar Geir Magnússon
Alvarez á leið til Atletico frá Man City
Alvarez lék 54 leiki í öllum keppnum fyrir City á síðasta tímabili og skilaði 19 mörkum og 13 stoðsendingum.
Alvarez lék 54 leiki í öllum keppnum fyrir City á síðasta tímabili og skilaði 19 mörkum og 13 stoðsendingum.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur samþykkt tilboð sem gæti náð 95 milljónum evra frá Atletico Madrid í sóknarmanninn Julian Alvarez.

Alvarez ræðir nú við spænska félagið um kaup og kjör en allt stefnir í að hann verði dýrasti leikmaður sem City hefur selt frá sér.

Þessi 24 ára argentínski landsliðsmaður hefur verið hjá Manchester City í tvö og hálft ár. Framherjinn fjölhæfni kom frá River Plate í janúar 2022 fyrir 17 milljónir evra.

Alvarez verður þriðji leikmaðurinn sem Atletico kaupir í sumar en félagið hafði aður fengið Robin Le Normand frá Real Sociedad og Alexander Sörloth frá Villarreal.

Þá er Atletico að færast nær því að fá Conor Gallagher frá Chelsea.

Alvarez lék 54 leiki í öllum keppnum fyrir City á síðasta tímabili og skilaði 19 mörkum og 13 stoðsendingum. Hann varð heimsmeistari með Argentínu í Katar 2022 og hefur unnið Copa America tvisvar.
Athugasemdir
banner
banner