Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 06. ágúst 2024 21:59
Elvar Geir Magnússon
Fylkismenn héldu að Ragnar Bragi ætti að vera í banni
Ragnar Bragi Sveinsson.
Ragnar Bragi Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Athygli vakti að Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis byrjaði á bekknum í 3-0 tapinu gegn Breiðabliki í kvöld. Ragnar Bragi er lykilmaður í Fylkisliðinu og valinn maður leiksins í leiknum á undan.

Ástæðan fyrir því að Ragnar Bragi byrjaði á bekknum var sú að Fylkismenn héldu að hann ætti að vera í leikbanni í kvöld og hann var því ekki hluti af undirbúningi fyrir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Fylkir

Ragnar Bragi hefur safnað fjórum gulum spjöldum, en bannið tekur hinsvegar ekki gildi fyrr en í hádeginu á morgun eftir úrskurð aganefndar fyrr í dag. Hann verður því í banni gegn KA um næstu helgi.

„Við héldum að hann væri að fara í leikbann því hann var kominn með fjögur gul í síðustu umferð. Við héldum að hann væri í banni og vorum búnir að setja leikinn upp þannig að hann væri ekki í liðinu. Við vorum ekki að breyta því," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport í kvöld.

Ragnar Bragi kom inn af bekknum á 61. mínútu, í stöðunni 2-0 fyrir Breiðabliki.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner