Chelsea er svo gott sem búið að ganga frá kaupum á framherjanum efnilega Samuel 'Samu' Omorodion sem kemur úr röðum Atlético Madrid fyrir rúmlega 40 milljónir evra.
Omorodion er 20 ára gamall og gerir sjö ára samning við Chelsea. Hann mun berjast við Nicolas Jackson um framherjastöðuna hjá félaginu.
Omorodion lék á láni hjá Alavés á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði 9 mörk og gaf 1 stoðsendingu í 35 deildarleikjum er Alavés endaði um miðja deild.
Omorodion mun fá grænt ljós á að ferðast til Englands til að gangast undir læknisskoðun um leið og Atlético er búið að ganga frá félagaskiptum Argentínumannsins Julián Álvarez úr röðum Manchester City.
Omorodion verður áttundi leikmaðurinn til að ganga í raðir Chelsea í sumar eftir mönnum á borð við Kiernan Dewsbury-Hall, Filip Jörgensen og Tosin Adarabioyo.
Athugasemdir